Farðu bara í smá rannsóknir. Smá tékklisti:
- Vísa í fyrra svar: Skrifaðu niður errorinn á bluescreen (einhverjar tölur og stafir, t.d. 9x8x0x000x2) og leitaðu á netinu (google.com og support.microsoft.com t.d.)
- Prófaðu að spila leiki með kassann opinn. Ef þetta er hitavandamál ættirðu ekki að fá bluescreen þannig (nema það vanti einhverjar „lífsnauðsynlegar“ viftur eða álíka).
- Blástu rykið af rykugum vélbúnaði.
- Drivervandamál? Settu upp nýjustu drivera fyrir allan vélbúnað (sérstaklega skjákort) og uppfærðu allt sem þú getur á
http://windowsupdate.microsoft.com.- Ertu með nóg afl fyrir ýmsa íhluti, t.d. skjákortið? Ónógt afl getur orsakað restart í þungri vinnslu.
- Gallaður vélbúnaður? Ef svo er skaltu láta windows gera error-check á hdd, prófa að skipta út minni (ef þú ert með tvo kubba geturðu prófað að nota bara annan þeirra í einu og sjá hvort annar þeirra virkar en hinn gefur error), prófa annað skjákort o.s.frv.
- Önnur vandamál? Hverju breyttirðu á tölvunni síðustu klukkustundirnar áður en þú byrjaðir að lenda í þessu? Það getur átt sinn þátt í vandanum.
Áður en þú byrjar að eyða tímanum í þetta vesen skaltu samt athuga eitt. Ef vélin er í ábyrgð skaltu HIKLAUST bara taka backup af mikilvægustu gögnunum þínum og láta svo bara verkstæði hlutaðeigandi tölvuverslunar sjá um ómakið. Einnig er oft betra að senda hana í viðgerð ef það kostar ekki nema nokkra þúsundkalla heldur en að eyða ómældum tíma í að reyna að laga vélina sjálfur. Samt skaltu nú reyna einföldustu atriðin sjálfur, t.d. efsta atriðið.