Ég er með ákveðið íslenskt forrit sem ég er að
nota í MS-DOS með Windows98se.
Forritið virkar fínt og allt það fyrir utan einn
afar pirrandi hlut, forritið sýnir ekki alla
íslenska stafi, t.d. ð þ ý og stórt Ú etc. :)

Ég prufaði að setja á iceland í chdoscp sem fylgir
windows98.
Prufaði svo að setja þessa línur inní autoexec.bat

mode con cp prepare=((861)C:\WINDOWS\command\ega2.cpi)
mode con cp select=861
keyb is,,C:\WINDOWS\command\keybrd2.sys

En forritið sýnir ekki ísl. stafina samt. Ég get
skrifað ísl stafi í forritnu samt sem áður t.d. Guðmundur, en þá vistar forritið það sem G_ðmundur eða eitthvað í
þá áttina.

Öll hjálp væri vel þegin :)