Getur einhver mælt með forriti sem gerir álíka hluti og scandisk gerði fyrir mann i den?


Lenti í einhverju vírus rugli og eftir að ég losaði mig við þá þá uppgötvaði ég að innihald sumra folders eins og t.d. rock folderinn í mp3 safninu er allt í einu orðinn tómur. Samt held ég að þessi gögn leynist ennþá inná disknum því vélin fer að vinna heilmikið og það tekur alveg nokkrar sek að opna þennan “tóma” folder.

Ef einhver getur borið kennsl á þetta vandamál mitt í þokkabót þá er það vel þegið.

-Takk fyri