Þetta er ferlið sem þú þarft að fara eftir:
1. Tölvan ræst með Win XP diskinn í cd drifinu.
a) Stilla biosinn þannig að first boot device sé CD-ROM
b)Láta tölvuna boota frá CD
2. Um leið og blái skjárinn kemur þarftu að ýta á F6 til að fá að setja upp SATA driver.
a)núna þarftu að hafa floppy tilbúinn sem fylgdi móðurborði. Hann verður að innihalda skrána txtsetup.oem.
b) ef ekki fylgdi floppy þá á geisladiskur að hafa fylgt móðurborðinu. Ef þú explorar möppurnar á þeim geisladiski ættirðu að finna SATA folder. Þar inni ætti þessi skrá að vera. Kóperaðu innihald möppunnar inn á floppy (bara skrárnar, ekki í möppu) og notaðu hana í setupinu.
ATH. Þarft í raun aðra tölvu með uppsettu stýrikerfi og diskettudrifi til að geta þetta, en þetta á að virka.
Nú ef þú finnur enga diska sem áttu að fylgja með ætti driverinn að finnast á heimasíðu framleiðandans
ReGGenRuM