hahaha
Ég nenni þessu ekki. Mér finnst bara pirrandi þegar maður er að reyna að útskýra á mannamáli fyrir fólki hérna einhverja hluti (það eru ekki allir einhver tölvugúrú hérna) og það koma einhver svona comment.
Það má vel vera að þetta hafi ekki verið illa meint hjá þér, það má vel vera að ég hafi verið fúll á móti og þá biðst ég afsökunar á því.
En þessir þræðir eru hérna til að hjálpa fólki sem er í einhverjum vandræðum, ekki til að hreyta í það, alveg sama hversu auðveld vandamálin kunna að hljóma í eyrum þeirra sem vita betur.
Óöruggur með mína þekkingu? Tja, eftir því sem ég læri meira, þeim mun betur átta ég mig á því hvað ég í raun kann lítið því það er mikið hægt að læra. En það gerir það líka að verkum að ég geri mér grein fyrir því hvenær ég get hjálpað og hvenær ég skil ekki eitthvað.
Yfir og út.