Sælir… á föstudaginn hrundi harði diskurinn minn, að ég held. Það kom semsagt blár skjár í miðjum word-rólegheitum hjá mér þar sem kom eitthvað fram varðandi “dumping physical memory”… Eftir það hef ég reynt að ræsa tölvuna á ný, það tókst með herkjum í gegnum safe mode á laugardaginn og gat ég þá náð eilítið af gögnum út, en þá crashaði hún aftur.
Eftir það hefur reynst vonlaust að boota, fæ yfirleitt villumeldinguna “unmountable boot disk” eða “cannot part a nonparted area” eða eitthvað á þá leið…
Ég reyndi að setja Windows aftur upp í sakleysi mínu en þá gat ég það ekki, þar sem C: var “corrupt”
Því spyr ég.. er einhver séns fyrir mig að ná gögnum útaf tölvunni? Er harði diskurinn alveg ónýtur eða getur virkað að formata hann og byrja upp á nýtt? Hef ekki þorað að formata hann þar sem ég held enn í vonina um að það sé hægt að redda einhverjum gögnum…
Allar ábendingar eru vel þegnar..
Kv. monty