Ef þú raðar processunum eftir User Name, þá geturðu séð strax hvaða forrit tölvan ræsti þegar þú loggaðir þig inn, en þeir processar eru merktir þínu notendanafni.
Ef þú opnar regedit (Start->Run->regedit) og flakkar í trénu að:
HKEY_LOCAL_MACHINE\SOFTWARE\Microsoft\Windows\CurrentVersion\Run
þá sérðu hvaða forrit eru ræst í þínu nafni.
Farðu samt varlega í að eyða miskunnarlaust þaðan út, því á laptops er verið að ræsa drivera fyrir touchpad músina og e-ð sem gott er að hafa í gangi, innbyggt þráðlaust netkort og e-ð slíkt.
Gott er að hægri smella á það sem þú ætlar að eyða og velja export og vista í .reg skrá, því þá má alltaf setja dótið inn ef það veldur einhverjum vandræðum.
Processar sem merktir eru SYSTEM notandanum eru forrit sem tölvan ræsir alltaf, burtséð frá því hvort þú loggar þig inn eða ekki. Þetta geturðu skoðað í Start->Control Panel->Administrative Tools->Services
Raðaðu þeim eftir Startup Type og þau sem eru á Automatic þau, well, starta automatically (hehe).
Skoðaðu hvert og eitt fyrir sig með því að hægri smella á þau og skoða properties. Þá sérðu hvað er verið að ræsa í “Path to executable”.
Þú verður eiginlega bara að vega og meta hvað af þessu þú vilt hætta að láta keyra sjálfvirkt, en ágætt er að byrja á því að setja Startup Type í “Manual” en þá ræsir Windows það ef á þarf að halda, en ekki í hvert skipti sem vélin bootar.
Ef þú ert viss um að eitthvað megi vera dautt, þá geturðu sett Startup Type í “Disabled”
Dæmi: “Plug and Play” service-ið vilja flestir hafa á Automatic, því þá detectar tölvan sjálfvirkt ef þú setur nýtt hardware í vélina, eins og nýtt skjákort, hljóðkort eða e-ð.
Ef þú ert hinsvegar búinn að setja allt í tölvuna sem þú þarft, þá má setja þetta service á “Disabled”. Það er þá alltaf hægt að setja það í gang aftur ef þú þarft að skipta um e-ð í vélinni.
Vona að þetta hafi ekki verið of langt og ruglingslegt, en samantektin er sem sagt sú að þú getur prófað að drepa processa sem keyra undir þínu notendanafni og sjá hverjir eru ónauðsynlegir og hent þeim þá út úr “Run” í registry.