Vandamálið hjá mér er að í hvert skipti sem ég ræsi tölvuna mína kemur upp eitthvað í þessa áttina:
ntldr is missing
To reeboot press CTRL + ALT + DEL
Þannig að ég þarf að hafa Windows diskinn í tölvunni til að geta ræst tölvuna allmennilega. Ég er nú þegar búinn að formata hana 4 sinnum og alltaf kemur sami errorin “ntldr file is missing” ég er búinn að skoða á netinu ýmsar leiðbeiningar en ekkert virkar, ég vill helst ekki þurfa að fara með tölvuna í viðgerð eða neitt þess háttar. Ef einhver getur hjálpað mér endilega gerið það. Varðandi windows diskinn þá hafa nokkrir félagar mínir fengið hann lánaðan og allt virkar hjá þeim :S engin error semsagt.