Jæja þá er komið að stóru spurningunni: Hvaða vörn á maður að setja á nýju vélina? Ég er núna með Norton Internet securety 2005 og hefur líkað bara ágætlega. Samt hef ég heyrt það oft frá fagmönnum að það forrit sé að taka verulega stóra sneið af vinnslu minninu, er eitthvað til í því?
Hvað mælið þið með að nota? Hvað er besta tólið í heildarvörn fyrir tölvuna? Er að spá í að skella mér á PC-cillin™ Internet Security 2005 frá Trend einhver comment á það forrit?
Endilega látið í ljós ykkar skoðanir á þessu en sleppið að svara ef þið hafið ekkert að segja.