Fyrst þarftu að athuga hvort þessi auka diskur sé stilltur á slave.
Til að athuga það þá líturðu aftan á diskinn og sérð þar nokkra pinna og yfir einhverjum 2 pinnum ætti að vera einhverskonar hulsa ( kallast jumper). Lítur ofan á harðadiskinn og sérð hvar þú átt að setja ‘jumperinn’ til að verði stilltur sem slave. (það er stundum þannig að það þurfi ekki að hafa jumperinn á svo hann sé stilltur á slave.)
Svo skalltu tengja diskinn og síðan ræsa tölvuna.
Þegar hún er komin í gang skaltu hægri smella á my computer og velur þar manage.
Þegar þú ert búinn að gera það ættirðu að fá upp
- MYND -Velur Format og svo ætti restin að vera auðveld.