Ég er að nota windows í fyrsta skipti í langan tíma og var eitthvað reyna að spila leiki, en það virðist sem að allir leikir sem nota einhverskonar 3D acceleration verði til þess að tölva rebootar sér og lætur eins og ekkert hafi í skorist.
Í fyrstu var þó Windows Secuirety Center Notify draslið að bögga mig, en ég slökkti á þeirri þjónustu og nú er ég fastur á þessu vandamáli.
Ég hef prufað að uppfæra DirectX draslið og skipt um rekla fyrir nvidia kortið mitt þrívegis en ekkert gengur.
Svo virðist sem að kerfið höndi að spila leiki eins og CIVIII sem nota ekkert 3D acceleration en allt annað eins og LOTR:Battle for middle-earth er ekki alveg að gera sig.
Veit einhver hvað gæti verið að, ég er algjör ný-græðlingur á WinXP?