Þegar ég starta windowsinu þá get ég valið safe mode og allt það en ef ég vel start windows normally þá verður allt svart eftir boot screeninn og eg get ekki gert neitt, það sama gildir um eitthvað “use last configuration that worked” eða eitthvað, man ekki hvernig það var orðað. Veit einhver hvernig ég get lagað þetta? Ég er búinn að týna windows disknum mínum, þarf ég bara að fá lánaðann hjá einhverjum og reyna að repaira installið? Eða er til önnur leið, til dæmis í gegnum safe mode? Svo ætla ég að copya svar sem ég fékk við þessu á vaktin.is og svar mitt við því:
“Það gæti líka verið td. sjónvarp tengt við tölvuna sem er að fá merkið til sín?”
Ég:
“Það var sjónvarpssnúra í sambandi svolítið lengi en það var ekki tengt við neitt sjónvarp, ég bara nennti ekki að taka hana úr tölvunni . En það sést ekkert ef ég tengi snúruna við sjónvarp og ég get ekki stillt tv stöffið í safe mode . Það er soldið líklegt samt að þetta sé útaf þessu… Það virkar samt náttla ekki að taka snúruna bara úr sambandi. Vitiði um einhver ráð? Ekki segja mér samt að ég þurfi að formatta, ég tými því ekki.”