Hvernig router ertu með? Það væri hægt að þýða fyrir þig einhverjar leiðbeiningar ef þær finnast fyrir þinn router.
Í flestum (ef ekki öllum) routerum er hægt að forwarda portinu sem serverinn þinn er að nota.
Hefurðu skoðað stillingarnar fyrir þinn? Ættir að geta skoðað þær í browser. Minn (Linksys) notar til dæmis:
http://192.168.1.1Til dæmis, ef þú ert með leikjaserver á tölvunni þinni, sem er að hlusta á port 333 (bara dæmi), þá þarf routerinn þinn að taka við fyrirspurnum á porti 333 og áframsenda það á tölvuna sem er að keyra leikjaserverinn, svo vinirnir geti tengst.
Veistu hvaða port leikjaserverinn er að nota?
Ég held að það liggi nú engar leiðbeiningar um þetta á vefnum á íslensku.