Ef þú hægri smellir á ruslið, ferð í properties, þá er hægt að haka við:
“Do not move files to the Recycle Bin..”
Ef þetta er á, þá fer ekkert í tunnuna, heldur hverfur beint.
Þarna er líka hægt að haka við:
“Display delete confirmation dialog”
Ef það er tekið í burtu er ekkert spurt hvort þú viljir örugglega eyða.
Ég veit ekki hvort þetta reddar iconinu, en ef það er ennþá alltaf eins og tunnan sé full, þá geturðu hægri smellt á desktoppið, farið í properties, valið Desktop flipann, smellt á Customize Desktop. Þarna er eitthvað hægt að stilla og fikta í icon-unum, sett á default ef einhver hefur verið að rugla í þessu hjá þér.