Sannleikurinn er sá að, IE er ekki browser. IE er eitt af vélarbrögðum djöfulsins og bill gates'.
Persónulega, þá nota ég mozilla. En finnst nú allt mozilla software bara fínt.
Mozilla er með popup blocker, sem er inbyggður í browserinn, þannig að þú þarft ekki einhver rusl 3rd-party forrit. Mozilla pop-up blockerinn virkar þannig, að hann einfaldlega sýnir ekki síður nema þú hefur boðið um hana.
Hefur virkað 100% hjá mér i þetta ár sem ég hef notað hann. Og mér hefur ekki dottið í hug að fara aftur til IE.
IE ætti að standa fyrir Internet Exploder.. Eða eitthvað álíka..
Það sem ég fatta ekki alveg, er að IE hefur unnið mörg, mörg verðlaun. Kannski að bill gates hafið hótað að drepa fjölskyldur þeirra, eða hann reddaði sér einvherneginn hasshausum fyrir dómara.
Mozilla er eins og hurð sem er læst, og opnast ekki nema að þú viljir það.
IE er eins og ólæst hurð með skilti fyrir ofan: “Spyware here!”.
Jæja, nú er ég búinn að nöldra nóg..