Jæjja.. núna er ég í vandræðum.
Ég var að formata lappan minn fyrir nokkru síðan og setti inn windowsið og sp2 og ekkert vesen neitt með það, notaði product númerið sem er límt við tölvuna og svona. Nema að ég náði aldrei að activate-a. En ég hafði alveg 50 daga til þess eða eitthvað þannig að ég ákvað að gera ekkert í þessu strax.
Fyrr en núna þegar stutt er/var eftir af þessum 50 dögum þá ákvað ég að fara að gera eitthvað í þessu. Reyndi öll trikk með product key-ið mitt en ekkert virkaði (kom bara að það væri búið að nota þennan lykil á einhvera tölvu, já þessa sömu, en ég get víst ekki sagt þeim það).
En ég hugsaði bara fuckit, ég sæki bara eitthvað á netinu og losna við þetta activation bull, náði í key generator og setti nýja key-in inn og restartaði. Þetta heppnaðist ekki betur en það að þegar ég loggaði mig inn aftur þá fékk ég þau skilaboð ég gæti ekki notað þetta “product” fyrr en ég væri búinn að activate-a, og núna vill hún ekki sjá gamla lykilinn né neitt annað.
Ég sem sagt er læstur út úr eigin tölvu (náði að mixa mig inn á netið og svona gegnum eitthvað error msg í þessu dóti), og ég veit ekkert hvað ég á til bragðs að taka, þannig að hjálp!