Ég var að pæla, og búið ykkur undir að lesa nokkuð mikið rugl :). sko, um daginn krassaði tölvan hjá mér og ég bara komst ekki inní windowsið (einn af þessum blái skjár poppaði alltaf upp eins og windows notendur ættu að þekkja). Ég varð frekar pirraðu og formattaði harðadiskinn og set upp windows aftur. Allt í fína með það, nema ég loksins þegar ég var búinn að setja öll forrit upp sem ég nota dags daglega og pæli á að skreppa í counter-strike, þá frýs tölvan. Þetta hefur aldrei gerst áður. Þetta kemur líka mjög oft fyrir þegar ég hlusta á tónlist, ég er kannski búinn að hlusta í svona 2 mín þá frýs kvikyndið á honum. Ég fékk einhverja flugu í hausinn um að þetta gæti verið minnið í tölvunni. Vitiði hvort þetta gæti gerst ef að minnið er orðið einhvað lélegt? Eða er þetta kannski einhvað annað?