Svo er mál með vexti að ég er að keyra Win2003 á vélinni minni. Undantekningalaust spyr fólk mig af hverju ég sé með þetta á einkavélinni minni, svo það er best ég svari því bara núna. ;)
Ég keypti vélina notaða síðasta sumar ('03) með þessu á. Eina annað Windowsið sem ég á(tti) á disk er XP Home, sem er glatað dæmi eins og flestir vita. Svo hef ég einfaldlega ekki lent í neinum vandamálum með þetta hingað til, og það kemur mér ennþá á óvart hvað vélin höndlar miðað við hvað hún er gömul.
Ég segi ‘hingað til’ því að nýlega hafa leikir tekið upp á því að tilkynna mér þegar ég reyni að installa þeim að ég sé ekki með valid stýrikerfi (ekki XP, 2k, ME osfrv). Doom3 neitar öllu nema XP/2K, Rome:TW demoið vildi ekkert með 2k3 hafa og núna nýlegast þá vill CoD:United Offensive ekki þýðast mig.
Ég hef gert yfirborðsleit á QnA/FAQ á nokkrum síðum en ekki fundið neitt til þess að hjálpa mér. Er eitthvað hægt að gera? Einhver leið til þess að plata installerinn? Þess má geta að ég get ekki notfært mér Windowsupdate (og þið megið giska á af hverju!)
… eða þarf ég bara að formatta og fá mér XP-Pro einhvers staðar?