Tvennt sem mér dettur í hug.
Þú verður að vera með “File and Printer Sharing Service” uppsett á vélinni.
Þú getur hægri smellt á Lan tenginguna þína (inni í Control Panel -> Network Connections og heitir vanalega Local Area Connection) farið í Properties og tékkað hvort þú ert með hakað við File and Printer Sharing… ef ekki, hakaðu við það og Win installar því.
Og það seinna, þú opnar My Computer, velur Tools-> Folder Options, velur View flipann og alveg neðst er “Use simple file sharing”. Taktu hakið í burtu þar og smelltu á OK.
Svo þú vitir það líka, þá er ekki hægt að share-a Program Files, Windows möppunni eða Documents and Settings.
Vonandi virkar þetta.