Öll forrit geturðu keyrt upp í run, eins og:
notepad
wordpad
winword
excel
ftp
telnet
c:
.. og svo framvegis. Getur farið inn í Program Files, fundið nöfnin á .exe skránum og prófað.
Þú getur keyrt upp vefsíður með því að slá inn til dæmis www.hugi.is, en þá opnar default browserinn þinn huga..
Allt sem er inni í Windows möppunni geturðu keyrt upp og þannig geturðu til dæmis búið til shortcut á hvað sem er, látið það heita einhverju stuttu og góðu nafni og keyrt það upp í run.
Til dæmis geturðu búið til shortcut á My Documents, látið það heita djdori, gert run -> djdori og þá opnast My Documents.
Run geturðu líka opnað með því að halda inni Windows takkanum og R.
Windows takkinn + E opnar Explorer
Windows takkinn + M lætur öll forrit detta niður í toolbarinn ( og aftur upp ef ýtt er á Win+M ).
Windows takkinn + F opnar leitina í Windows
Kannski vissirðu flest sem ég taldi upp og kannski varstu að leita að allt öðru, en vonandi hefur einhver gagn og gaman að þessu.