Þannig er mál með vexti að ég er með 2 tölvur tengdar saman í gegnum höbb. Báðar eru þær með Norton Personal Firewall. Það tók mig mjög langann tíma að koma annari tölvunni inn á netið og eftir marga daga og miklar pælingar datt hún inná netið.
Svo fór ég í leik um daginn (spila ekki mikið af leikjum nú til dags) og leikurinn “laggaði” þvílíkt (hafði ekki gert það áður). Ég fór í Task Manager og sá að það var .exe “file” sem hét CCPROXY.EXE og var að éta upp 139 mb af vinnsluminni.
Þegar ég slökkti á honum datt tölvan útaf netinu. Þannig að það sem ég var að spá er, hvort ekki sé hægt að lækka þessa tölu eitthvað (þ.e.a.s. 139 mb) því að í þessari tölvu sem ég er í núna (þessi tölva er tengd netinu en hin tengist netinu í gegnum þessa) er CCPROXY.EXE ekki nema 8 mb og það má segja að þessi tölva sé akkúrat helmingi lélegari (varðandi hraða og vinnslu og þess háttar).
Takk.