Ég lenti í þessu í gær þegar ég gerði Repair Install á Windows XP hjá mér.

Á miðri leið, kom eftirfarandi villa: <i>“The procedure entry point GetIUMS could not be located in the dynamic link library MSDART.DLL”</i>

Þegar þessi error gluggi kemur upp, er ekkert hægt að gera, því alltaf þegar þú smellir á “OK”, kemur þessi gluggi aftur upp.

Ég fór smá á netið og fann smá ráð við þessu.

Þegar þessi villa kemur upp, skaltu halda niðri <i>Shift</i> og ýta á <i>F10</i>, þá poppar DOS gluggi upp.
Þar skrifar þú <i>taskmgr.exe</i> og þá kemur Task Managerinn upp (já, believe it or not, í miðju setupinu).
Næst geriru “End Task” á <i>unregmp2.exe</i> og smellir svo á “OK” í error skilaboðunum sem komu fyrst upp á skjáinn.

Auðveld lausn á svo flóknu vandamáli, að svo virðist. :)
Gaui