Ég vil benda fólki sem er með móðuborð með 865 og 875 chipsettin og þeim sem eru með Prescott útgáfu af P4 að vera búnir að taka gott afrit af vélunum sínum áður en þeir setja upp SP2 fyrir XP.
Ég hef sett þetta upp á svona vél og vélin fór ekki upp aftur fyrr en ég var búinn að disabla agp440.sys þjónustuna í recovery console og disabla L1 og L2 cacheið á örgjörvanum. Þegar þessum aðgerðum er lokið tekur það vélina uþb 30mín að ræsa á 2,8GHz örgjörva og er gjörsamlega ónothæf sökum þess hvað allt er hægvirkt, enda ekkert cace minni fyrir örgjörvan.
Ef þið lendið í vandræðum með þetta þá getið þið farið á support síðuna hjá MS og þeir eru ótrúlega fljótir að svara hjálparbeiðnum.
Með von um að einhverjir lendi ekki í sömu vandræðum og ég með þennan pakka.