Ný uppfærsla af forritinu ADAware er komin út og heitir því ófrumlega nafni ADAware SE :)
Það á að vera með uppfærða/endurbætta leitar og hreinsunarvél því að þetta spyware/adware drasl er að verða helv. hættulegt og erfitt að hreinsa.
ATh f. þá sem ekki vissu þá veldur ADWARE svokölluðum POPUP gluggum og svipuðum leiðindum og SPYWARE setur inn “njósnar” COOKIES sem fylgjast með hvaða síður þú heimsækir o.s.fr..
Oft er ADWARE/SPYWARE hugbúnaðurinn illa skrifaður og veldur því að netið virkar illa eða notandinn lendir jafnvel í því að netið hættir að virka yfir höfuð þannig að ég mæli endregið að fólk sækji sér þennan hugbúnað og keyri á vél reglulega.
Nánari upplýsingar og download er á www.lavasoftusa.com
PS. þá eru líka til önnur forrit s.s. SpyBot og CWShredder sem eru fín tól til að berjast við þetta sívaxandi æxli á okkar elskaða Intertneti :)