Ég hef ekki notað Windows í langan tíma og er því nánast ekkert inni í þessum orma- og vírusamálum.
En núna þurfti ég að skella Windows XP Pro á eitt partitionið mitt en núna strax fyrst þegar ég ætla að reboota henna eftir að vera búinn að setja allt almennilega upp þá einfaldlega get ég það ekki.
Ég fæ upp glugga sem segir mér að DEVLDR sé ekki að responda og Windowsið reynir að loka því. Það tekst ekki og ég þarf að ýta á “End Now” takkann. Eftir það reyni ég aftur að reboota en ekkert gerist. Þá reboota ég bara handvirkt og það tekur alveg rosalega langan tíma að logga inn eftir rebootið.
Processes sem eru í gangi en ég held að séu bara eitthvað rugl eru:
devldr32.exe x2 user og LOCAL SERVICE
spoolsv keyrandi sem SYSTEM
nvsvc32.exe SYSTEM
wuauclt.exe user
CTAvtray.exe user
AHQTB.EXE user
smss.exe SYSTEM
svchost x5 SYSTEM, SYSTEM, SYSTEM, NETWORK SERVICE, LOCAL SERVICE
Veit einhver hérna hvað er að? Er þetta ekki bara einhver ormur og ég get náð í eitthvað fix fyrir hann?
Reyndar get ég rebootað þegar ég er búinn að gera End Process á þær af þessum processum sem ég get. En ég væri eiginlega meira til í að fixa þetta þar sem þetta rugl virðist hægja rosalega á tölvunni.
Ef ykkur vantar fleiri upplýsingar látið mig bara vita.
Takk.