Sælir,
Vantar smá hjálp í sambandi við internettenginuna hjá mér.
Sko þannig er það að þegar ég er að DL á DC þá hægir DL á sér niður í 0 B/s en fer aftur í fyrr horf ef ég disconnecta á viðkomandi og geri Force Connection, en lækkar svo bara aftur.
Hélt fyrst þetta væri stilling í forritinu en það kom annað í ljós.
Ég prufaði að DL stórum fæl af staticnum á huga og eftir smá stund þá stoppaði bara downloadið… prufa að DL honum aftur og það sama gerist.
Hringdi í Símann og línan í hinu stakasta lagi, en þeim datt ekkert í hug, nema að það væri þá helst vírus, því þeir fundu ekkert að hjá sér.
Prufaði að tengja mig inn á sömu tengingu í annarri tölvu með öðrum innhringibúnaði og það sama gerist þar.
Tengt á annari línu í símadósina þannig að ekki er það línan sjálf og einhvern veginn finnst mér hálfólíklegt að þetta sé vírus þar sem þetta gerist í báðum vélunum sem engan veginn eru tengdar saman.
Finn engar upplýsingar og það virðist enginn vita neitt um neitt en samt einhverjir lent í þessu.
Þetta er endalaust að plaga mig, og væri brill ef einhver hefði einhverjar hugmyndir hvað þetta gæti verið.
ViceRoy