Þannig er mál með vexti að Internet Explorer á það til að frjósa hjá mér svona á klukkutíma fresti, sem er skiljanlega alveg óþolandi.
Meinið lýsir sér þannig að tölvan fer að vinna alveg ógurlega hægt, svo hægt að það tekur allt að 2 mínútum fyrir Task Manager að opna sig ef maður ætlar að loka IE. Því næst opnar hún svona litla blöðru í vinstra horninu þar sem hún segir að “Virtual Memory is running low”. Ef ég lít í Task Managerinn, þá eru alltaf tvö forrit sem er eru að nota um og yfir 100.000 K af vinnsluminninu. Það eru Internet Explorer og vsmon.exe (sem ég held að tengist Zone Alarm Firewallinum sem ég verð að vera með uppsettann svo að ég geti tengst þráðlausa netinu í vinnunni (segja tölvugúbbarnir þar). Staðan á þessu er núna sú að ég er með 2 glugga opna í IE (þessa huga síðu og google.com) og Mem Usage er í kringum 98.000 K.
Helstu upplýsingar eru þær að um er að ræða tölvu með 1,6 örgjörva, 256k í vinnsluminni og keyrir hún á XP.
Er einhver sem getur lýst fyrir mér himininn með einhverjum undralæknisbrögðum, því það er óþolandi að restarta á klukkutíma fresti.