Í fyrsta lagi þá er spurningin hvaða útgáfu af Windows bjóstu til þennan Dynamic disk?
Þetta hefur ekkert með stærðina á diskunum sjálfum að gera heldur það að þú hefur sennilega sett upp spegil á þeim eða einhverja aðra útgáfu af dynamic disk. Ef þú hefur gert það td í Windows Server 2003 þá er afar ósennilegt að XP geti lesið hann. Dynamic disks í Windows eru ekki sniðugir nema þú vitir 100% hvað þú ert að gera.
Ein leið til að ná gögnum af diskunum aftur er að nota <a href="
http://www.ontrack.com/easyrecoveryprofessional/“>Easy Recovery Professional</a> en það er frekar dýrt forrit kostar um $340 og ef þú ert með spanned volume þá geturu lent í vandræðum með skrár sem ná milli diskanna.
Spurningin er náttúrulega alltaf sú hvað eru þetta verðmæt gögn? Mögulega geta verið til önnur tól sem eru ódýrari og geta recoverað þetta en ég veit ekki um þau.
Önnur leið væri að installa aftur stýrikerfinu sem þú notaðir til að búa til þetta volume með og vonast eftir að það geti lesið það rétt. <a href=”
http://www.microsoft.com/resources/documentation/Windows/XP/all/reskit/en-us/Default.asp?url=/resources/documentation/windows/xp/all/reskit/en-us/prkb_cnc_klvo.asp">þessi grein</a> gæti líka komið að notum þar sem þetta eru leiðbeiningar frá MS um hvernig á að importa foreign volumes í tölvuna.
Vonandi hjálpar þetta þér eitthvað