Jæja ég er að verða gráhærð á þessu DSO Exploit. Spybot er sá eini sem finnur þetta og gefur mér möguleika á að eyða þessu, nema að þetta fer ekkert, það kemur að þetta sé eytt, svo skanna ég aftur og viti menn, þetta er ennþá inni.

Ég get ekki vírusskannað tölvuna online af því að þessi vírus eða hvað þetta er kemur með error og slekkur á síðunni.
Ég formattaði diskinn en þetta fór ekki og smitaðist yfir í tölvuna hjá kallinum mínum.

Þessi “vírus” er samt vægari en hann var fyrir formatt, þá gat ég ekki reply-að mailinu mínu, gat ekki ýtt á icon, ekki copy pastað og ekki ýtt á linka.

Núna er þetta bara þannig að ég fæ error þegar ég er að vafra um á netinu.

Hefur einhver hugmynd um hvernig ég losna við þetta helvíti?

Hér fyrir neðan er útkomman frá spybot.

DSO Exploit: Data source object exploit (Registry change, nothing done)
HKEY_USERS\\\\\\\\S-1-5-21-1214440339-920026266-1957994488-1000\\\\\\\\Software\\\\\\\\Microsoft\\\\\\\\Windows\\\\\\\\CurrentVersion\\\\\\\\Internet Settings\\\\\\\\Zones\\\\\\\\0\\\\\\\\1004!=W=3


— Spybot - Search && Destroy version: 1.3 —
<br><br>Kveðja
HJARTA og Max
Kveðja