Halló,
Ég er með dálítið asnalegt vandamál í sambandi við ákveðið forrit sem ég fékk í ökuskólanum(fyrir þá sem hafa verið í honum vita að það er hægt að fá ökunámsbókina á cd diski). Á þessum diski er hægt að láta lesa upp fyrir sig bókina en einnig eru nokkrar video klippur á honum.
Nú jæja,
ég installaði forritinu Akstur og Umferð(forritið heitir reyndar I2Learn ef einhver kannast við það..) og lét hana spila inngang bókarinnar fyrir mig. En í staðinn fyrir að spila hann fer tölvan út úr forritinu. Ég reyni þetta aftur og aftur og aftur og … en ekkert gengur. Þá prófa ég að spila video í forritinu en þá kemur þessi villa upp:
*****
Protection Error
Debugger detected - please close it down and restart
Windows NT users: Please note that having the Winice/Softice installed means that you are running a debugger!
******
Ökukennarinn minn testaði einnig diskinn í lappanum sínum og þar virkaði þetta fínt, bæði video og upplestur. Ég prófaði diskinn á nokkrum töllum í viðbót til að vera viss og hann virkaði á þeim öllum. Er búinn prófa að uninstalla og install aftur. Ég prófaði að fara inná sjálfan diskinn þar sem klippurnar og mp3 fælarnir(textinn sem er lesinn upp er í mp3 formi) eru á, ekkert mál að spila mp3 fælana og videoin þá… það asnalega er að þetta virkar ekki í forritinu…
Ég veit að þetta er orðin dálítil langloka en ég ákvað að spyrja ykkur fyrst áður enn að ég láti tölvuvirkni eða einhvern kíkja á þetta.
Tölva:
Win xp sp1 öll nýjustu updait
512 hyperx 333
SB live hljóðkort með nýjustu driverum
Ati radeon 9700 pro 128 mb…
takk fyrir<br><br>”One ill turn deservers another . It is over. Embrace the power of the Ring…
or embrace your own destruction„
-Saruman