Er það þess virði að ná sér í einhvern sér firewall?
Það eru 2 tölvur á heimilinu og er netið sett upp á einni vél og er ég svo tengdur beint við hana (ekki router bara beint í vélina sem að ér með adsl mótald) og tengist internetinu þannig.
Svo er maður alltaf að lesa um nauðsynlega firewall sem að maður verði að hafa þannig að ég prufaði að ná mér í zone alarm pro og setja það upp á aðalvélinni og setti það upp svo að ég sæji allar aðvaranir.
Um leið og forritið komst í gang kom aðvörum á 30 sek fresti og það stoppaði ekki þannnig að ég gafst upp því að ég var farinn að pæla í því hvort að talvan væri að missa af einhverjum nauðsynlegum tengingum eða hvort að ég myndi missa allt mitt frelsi á tölvunni minni þar sem að ég þyrfti alltaf að vera að hlaupa á milli talva til að athuga aðvaranir.
Þetta hafa líklega verið einhverjir óþarfa hlutir að reyna að tengjast einhverju en ég var ekki viss (og er ekki enn).
Eftir það setti ég bara windows firewall aftur á og lærði bara að stilla portin á honum.
Núna er maður aftur farinn að hugsa hvort að það sé ekki kominn tími til að setja einhvern annan firewall en win firewall og þá er bara pælingin
Þarf ég þess? er win firewall nógu góður til að halda tölvunum nokkuð öruggum? myndi ég ekki bara lenda í rugli á minni tölvu af því firewallinn væri alltaf að sía eitthvað á hinni tölvunni sem að ég myndi ekki vita af og fengi ekki að vita nema að færa mig yfir á hina tölvuna?
Veit að þetta er líklega frekar langur korkur en væri fínt að fá gott og vel útskýrt svar (þar sem að ég þekki lítið til firewall).