Sko… Þegar vinnslu minnið þitt er fullt þá notar Windows svo kallað Virtual Memory í staðinn. Þetta er svo framlenging á vinnslu minninu. Nema að virtual memory er geymt á harða disknum þínum og er því miklu hægara.
Það gerist í raun ekkert ef þú eykur virtual memory. Ég hef reyndar heyrt marga segja að talvan þeirra verði hraðvirkar eftir að þeir hafi aukið það.
Þannig að það er ekkert sem mælir á móti því nema að harði diskurinn þinn sé mjög lítill og þú getir ekki séð af 100 - 500 mb eða svo af disk plássi.
En í raun er bara best að kaupa sér meira vinnsluminni ef talvan þín er eitthvað hæg eða að kvarta yfir því að þú sért ekki með nóg.<br><br>KT