góðir hálsar
upp kom smávægilegt skjáupplausnarvesen sem samt er leiðinlegt þrátt fyrir að vera smátt!
svona grunnupplýsingar, þá er ég með IBM ThinkPad fartölvu og winXP pro.
þetta byrjaði held ég þegar ég tengdi skjávarpa við tölvuna. þá fór ég í eitthvað “choose presentation or display schene” til að geta haft bæði LCD skjáinn og skjávarpann í gangi í einu og gat þar valið "LCD + Projector (1024x768). Venjulega er ég með 1400x1050 upplausn á skjánum en við þetta þá minnkaði skjáupplausnin í tölvunni talsvert mikið, þannig að skjárinn varð pínulítill og ramminn allur í kring var svartur. Þegar ég aftengdi svo skjávarpann fór ég bara í LCD only og þá var þetta bara normal aftur og leit ekki út fyrir vesen.
svo aðeins síðar þá tek ég eftir því að þegar ég kveiki á tölvunni þá er bootscreenið hjá mér í þessari pínu litlu upplausn sem mun vera 640x480, síðan þegar loginscreenið kemur upp þá er þetta bara eðlilegt og með 1400x1050 og líka eftir að maður loggar inn. en síðan verður maður aftur var við þessa míníupplausn þegar ég fer í half-life (cs), þá er maður að keyra leikinn á 1028x768 upplausn held ég og venjulega þá bara breytist þetta sjálft og fer automatically í fullscreen. en núna þá verður þetta svona, það kemur bara pínulítill rammi á miðjum skjánum þar sem leikurinn er, annað er svart. ekki vill maður hafa þetta svona. svo þegar maður fer útúr leiknum þá fer þetta aftur sjálfkrafa í 1400x1050 eins og þetta er venjulega….
ég veit ekki hví þetta lætur svona. ég prófaði að uninstalla drivernum fyrir skjákortið, þegar ég svo restartaði og keyrði tölvuna upp aftur fann tölvan sjálf driverinn en hún keyrði sig upp í þessari míní skjáupplausn og þá komst ég að því að þetta var 640x480 og 8bit í litadæmið. þá breytti ég þessu bara í 1400x1050 en þá varð þetta bara alveg eins og þetta var, bootscreenið og cs eru ennþá í þessari fáránlegu upplausn!!
er það einhver sem gæti verið svo vænn að hjálpa mér við þetta og segja mér hvað er að og hvað ég á að gera? ef svo er, þá verð ég þakklátur!
ekki vill maður spila cs í þessari upplausn!
kveðja
maxbox