Sælir
Ég setti upp Mandrake Linux um daginn, og var með WinXP á vélinni fyrir. Þetta gekk ekki betur en svo að þegar ég ræsi upp Windows þá kviknar ekki á músinni, en virkar fínt í Linux.

Nú er ég búinn að henda Linux út og setja upp Windows partition á diskaplássinu þar sem Linux var, en músin er enn í rugli.

Ég er búinn að keyra uppsetningardiskinn aftur og reyna einhver uppdate og allan fjandan, en ekkert gerist.

Er einhver hérna sem veit ráð við þessu?