Jæja, ég var hérna að leika mér aðeins í CS þegar tölvan frýs. Fyrsta skipti sem tölvan hefur nokkurntímann frosið í eitthverju.
Ég restarta bara og kem mér inní windowsið, ætla að kveikja á winamp og spila eitthver dýrindis lög sem ég átti á stóra disknum mínum þegar hún flettir bara yfir þau öll einsog þau séu ekki til. Ég ætla inná diskinn og athuga hvað í fjandanum væri í gangi, en þegar ég smelli á hann fæ ég upp þetta:
<a href="http://files.1337.is/~fallen/mynd.bmp“>Mynd 1</a>
Og svo þegar ég fer í properties, þá kemur þetta:
<a href=”http://files.1337.is/~fallen/mynd2.bmp">Mynd 2</a>
Á disknum voru öll mp3 lögin mín ásamt öllu sem ég hef safnað í gegnum tíðina, rúmlega 70 gb.
Diskurinn var keyptur í Tölvulistanum árið 2002 og er frá Western Digital.
Núna spyr ég, er eitthver leið til að fixa þetta til að hann virki einsog áður eða recovera fæla af disknum til að ég geti sett þá á litla diskinn minn og formattað þennann stóra. En fyrri kosturinn væri mér mjög kær ;)
Með von um góðar móttökur,<br><br>fallen