ég er að lenda í einhverjum skrýtnum vandamálum með tölvuna mína og langar að heyra hvort einhver hefur hugmynd um hvað getur verið að!
Hún nær nefnilega ekki að ræsa sig alltaf. Stundum þarf ég að kveikja og slökkva nokkrum sinnum áður en ég kem henni upp í Windows XP. Ég held að þetta tengist samt eiginlega ekki XP þar sem stundum er biosinn ekki einu sinni búinn að detecta diskana eða jafnvel framkvæma memory checkið!
Hefur stundum líka bara ekkert komið… og það skrýtna er að ég kem henni í gang eftir smá “kveik og slökk”.
Einhverjar snilldarhugmyndir?
Ég er nokkuð viss um að ég sé ekki með vírus og ég svona held að þetta hljóti að vera eitthvað hardware dæmi.
Þegar loksins ég kemst inn í stýrikerfið þá lendi ég ekki í neinum vandræðum eftir það… rúllar bara fínt<br><br>/dm
/dm