vandamál.
Ég er í smá basli með Adobe Premier klippiforrit.
Málið er að tölvan bilaði og ég lét windows upp aftur .. ekkert mál .. fór svo aðeins í premier og fiktaði og svo í næsta skipti þegar ég opnaði premier þá kom svona “Adobe Premier has made an error and needs to be closed”.
Okay..
Þá hélt ég að einhvern .dll fælar inní windows möppuni sem premier notar hafi farið þegar það var sett aftur upp.'
Þá lét ég upp í nýtt Premier 6 .. og það kom það sama !
og svo reyndi ég aftur og lét upp Premier 7 PRO og þá kom önnur villa .. “Adobe Premier PRO could not find any valid editing modes. Please reinstall premier and start again.”
hvað er í gangi?
er málið að formatta bara ??
-ég samt nenni því ekki!