Ég veit ekki hvort einhver getur svarað mér,..
Ég er með 2 harða diska í tölvunni og var að kaupa mér nýjan disk.
Á öðrum disknum er windows en hinum linux.
Ég ætla að taka linuxinn út og setja nýja diskinn í í staðinn en þar kemur upp vandamál því að linuxinn er búinn að búa til nýtt mbr sem gerir það að verkum að þegar maður kveikir á tölvunni þá getur maður valið hvort maður vill fara í Dos eða Linux en ef ég aftengi linux diskinn þá get ég ekki ræst tölvuna. Kemur bara Grub á svörtum skjá.
Mér var sagt að ég þyrfti að búa til nýtt Windows mbr en ég kann það ekki. Ég átti að leita að fdisk.exe í tölvunni en það er ekki til staðar.
Þekkir einhver til í þessum efnum?
Ég er með Windows XP Home