Ef þú formatar c: þá þurkast allt út af honum og stýrikerfið líka!! bara svo það sé á hreinu.
Þú setur windows diskinn í cd rom drifið, ræsir upp vélina og velur boot from cd þegar sá valmöguleiki kemur upp. Ef vélin þín bootar ekki af cd þá gætir þú þurft að breyta boot röðinni í bios settings í cdrom/floppy/hard drive eða eitthvað slíkt. Ef það gengur ekki, þá nærðu þér bara í win98 boot disk og bootar upp af floppy, gerir svo format c:
Ef þú getur bootað upp af cd disknum með windows 2000 þá getur þú formaterað harða diskinn þaðan og búið til partition og sett upp windows aftur.
;)
p.s. þú getur ekki formaterað c: úr windows því ekki er hægt að formata diskinn sem inniheldur stýrikerfið c drifið.