Ég er með smá vandamál að stríða varðandi Windows.

Þannig er mál með vexti að tölvan mín er frekar ný. Ég fékk hana í lok apríl s.l. og allt var í góðu! En undanfarna daga er hún búin að vera að láta undarlega. Ég er búin að vera duglegur að downloada Windows Updates sem birtast u.þ.b. vikulega og hef alltaf verið að gera disk cleanup og geri defragment allavega 1x í mánuði.

Síðustu daga já er hún búin að vera skrýtinn. Ég er búin að scanna hana með Norton Anti Virus og engin vírus finnst.

Ég ætla að setja þessa sögu mína uppí smá átriði fyrir þá sem spila þennan tölvu leik sem ég ætla að útskýra um.

Fyrst að ég skuli vera hættur í blessaða leiknum Counter-Strike þurfti ég að finna mér annan leik til að halda mér uppteknum þegar ég hafði ekkert annað að gera og fann ég gamla leikinn minn Diablo II og Diablo II: Lord of destruction. Ég setti leikinn upp og installið gekk vel og engin error kom. Ég ræsti leikinn og tölvan mín endurræsti sig (restartaði sjálfum sér). Ég var hissa og gerði ekkert annað en að hugsa um hvað ég hefði gert vitlaust. Þegar Windowsið mitt var upp komið poppaðu upp “Send error report” glugginn og sá ég að stóð á honum að Windowsið mitt hefði eitthvað crashað. Þá vissi ég auðvitað að þetta var ekki leikurinn en þegar ég startaði hann aftur gerðist þetta ekki en ég ætlaði að gera nýtt save (gera nýjan karl og byrja að berjast) en þá kom upp error þannig ég get engan vegin spilað leikinn.

Getur einhver sagt mér hvað er að ? Hverju ég á að downloada og pls gefa mér BEINAN LINK á það. Kannski fleiri upplýsingar ?<br><br>Stundum kemur fyrir að ég segi hluti sem öðrum finnst rangt, þetta eru mín álit og vinsamlegast ekki nota mín álit gegn mér. Ég hef rétt á mínum skoðunum og er ekki að reyna að gera neinum illt.

<b>COPYRIGHT © DERIN & MUTTER B&W ARTICLES INC. ALL RIGHTS RESERVED.</b>


- <b>derin</b>, stjórnandi á áhugamálinu <a href="http://www.hugi.is/bw">Black & White.</a
Kveðja, Nolthaz.