CPU usage 100% ..hmm..
Tölvan mín er eitthvað að snappa held ég. Hún tekur upp á því að verða geðveikt hægvirk og segir að CPU sé að keyra á 100% sem bara passar alls ekki. Ég er ekki með óeðlilega mörg forrit í gangi eða að gera neitt sem ég er ekki vön að gera. Ég er búin að tékka á vírusum og keyra ad-aware og spybot og ekkert kemur út úr því. Einhverjar hugmyndir? Ég formattaði hana í fyrradag og er ekki búin að setja neitt óeðlilegt inn. Er að keyra xp home og búin að setja inn service pack 1 og allt critical update dæmið. Plís :) hugmyndir?