Er hér einhver sem getur hugsanlega leiðbeint mér.
Málið er að ég setti upp mail server á nýrri vél hjá mér. Ég hef sett hann upp á annari vel og allt gengur vel þar. Hins vegar á þessari nýju vél er ekki allt með feldu. Ég er búinn að búa til account og ég get tengst honum í gegnum td. Outlook og checkað á nýjum pósti og fæ engar athugasemdir þegar ég geri það. Þá er ég að nota pop3. Serverin sýnir meðal annars að connection hafi verið gerð á sig þannig að allt gengur upp. Hinsvegar þegar ég reyni að senda póst á accountana sem ég hef búið til þá fæ ég í hausinn eftir soldin tíma, að connection við mail.mittdomain.is hafi timað út. Nslookup á mail.mittdomain.is gengur upp og ég hef búið til A færslu í DNS og MX færslu.
Veit einhver hvað gæti verið að. Vona að þið fattið hvað ég er að segja.
Ps. Ég er að nota Simple DNS Plus og Merak Mail Server.