Myndi passa mig á þessum ormi sem ég var að fá frá tugum af íslenskum e-mailum frá fólki sem ég kannast ekkert við. Mailboxið mitt var fullt!! Þessi ormur er í Attachments og ég hef ekki lesið mér alveg nógu mikið til um hann en þið getið lesið hann hér á => http://securityresponse.symantec.com/avcenter/venc/data /w32.sobig.f@mm.html

Þessi vírus uppgötvaðist í dag, 19. ágúst og ég veit ekki alveg hve miklum skaða hann veldur, en vildi bara láta ykkur vita af honum. Vírusarforrit sem ég á lætur mig alltaf vita af nýjustu fréttum um orma, vírusa og whatever og var einmitt að vara mig við þessum vírusi áður en ég opnaði mailboxið mitt. Forritið sagði mér að vírusinn stæli passwordinu manns og notaði til að spreða honum út með e-mailum allra í contact listanum manns.

Lesið ykkur til um þetta!