Ég er í leiðindaböggi með explorerinn í tölvunni minni. Hann verður stundum “Not Responding” þegar ég er að færa efni af CD inn á tölvuna. Aðal böggið er samt þegar ég er að velja milli simpsons þátta í Simpsons möppunni, þá kemur error í explorernum, hann lokast og ég er aftur kominn á desktop. Það skrítna við þetta er að þetta gerist alltaf þegar ég smelli á sömu fælana, það eru nokkrir fælar sem valda þessu. Samt gat ég alveg notað þá áður en ég uppfærði tölvuna og skipti um stýrikerfi (var með ME en er núna með XP-Home). Ég hef reynt að eyða þessum fælum en ég get það ekki því það er nóg bara að velja þá og þá lokast explorerinn og glugginn þar sem maður getur sent error report kemur upp.
Veit einhver hvað ég get gert í þessu?<br><br>“Stundum þarf maður að pissa, stundum þarf maður að pissa meir.”