Sælir snillingar.
Ég var að búa til nokkrar verðskrár fyrir fyrirtæki í Word og Excel. Ég bjó til töflur í Excel þar sem ég reikna verðin og hækkanirnar og vsk og svoleiðis. Síðan er ég með nokkur Word skjöl sem innihalda þessar tölur. Ég notaði Paste special.. -> Paste link. Þannig að Word skjalið breytist um leið og ég reikna hækkanirnar í Excel.
Vandamálið er að linkarnir á milli skjalanna eru á forminu C:\\slod\\ad\\moppu\\skjal.xls
Sem þýðir að þegar ég sendi skjölin sem virka fínt á minni tölvu verða hálf vængbrotin þegar ég verð búinn að senda þau til fyrirtækisins nema að fyrir einhverja tilviljun þau lendi í möppu með nákvæmlega sömu slóð.
Skilur einhver hvað ég er að fara? Og ef svo er… veit einhver um eitthverja praktíska lausn á þessu?