Ég var að kaupa mér fartölvu og hún er ekki með alla takkana sem eru á venjulegum borðtölvum. Það er a.m.k. einn takki sem mig virkilega vantar og það er <> takkinn sem er venjulega milli Z og shift takkana á venjulegum lyklaborðum. Ég þarf mikið að nota þennan takka fyrir html, forritun o.fl. og er ekki að nenna að gera copy-paste í hvert skipti.
Veit einhver hvort einhver annar takki virkar eins og þessi takki á fartölvum? Ég veit þetta er ekki svona á öllum fartölvum en virðist oft vera á þeim sem gerðar eru fyrir evrópumarkað, hef séð þetta á a.m.k. 2 gerðum. Eða getur maður einhvernveginn stillt lyklaborðið sitt þannig að það sé einhver shortcut fyrir þetta sem virki allsstaðar í windows, t.d. alt-z fyrir < og alt-x fyrir > eða eitthvað svoleiðis?