Daginn,
Hvernig getur maður komist í gamla góða DOS úr windows 2000?
Ég prófaði að nota makeboot forritið á win 2000 Professional disknum mínum en þegar ég reyni að ræsa upp á honum fer ég bara inn í Windows 2000 Setup forrit sem bíður mér að laga windowsið sem er á tölvunni, setja upp nýtt eða hætta. Þegar ég vel hætta restartast tölvan. Er hægt að ræsa makeboot forritið með einhverjum parametrum þannig að það búi til diska sem skila manni bara í DOS?
Ástæðan fyrir því að ég þarf að komast í DOS er að ég er að skipta um disk hjá mér og ætlaði því að nota Ghost til að taka mynd af gamla disknum, en Ghost neitar að keyra inni í Win.
Veit einhver hvernig það myndi virka að færa báða diskana í einhverja aðra tölvu tímabundið þar sem þeir væru báðir aukadiskar og copera allt af gamla disknum yfir á þann nýja, myndi nýji diskurinn fúnkera allveg einsog gamli eftir það, þ.e.a.s. coperast boot myndin (eða hvað það nú heitir aftur sem stjórnar bootinu) með?