Ok… þetta er ekki beint auðvelt að útskýra :p
ég er búinn að vera að brasa við að setja upp win98 og win2k á sömu vél. Það er allt búið að ganga eins og í sögu. allir driverarnir komnir upp í windows 98, svo ég byrjaði að setja upp windows 2000. Þegar ég var að klára að installa síðasta drivernum í win2k tók ég alltíeinu eftir að það hafði bæst við eitt 26Gb drif!?!?!? mér fannst þetta sooooldið skrítið. ég skellti inn Partion Magic og tékkaði á þessu. þá hafði einhvernveginn laumast aukalega 26GB partion inná 160Gb diskinn minn sem var þegar með heilt 160GB partion! þannig að í heildina voru partition fyrir 186Gb… mér fannst þetta soldið asnalegt, svo ég dílítaði þessu 26GB partioni. Partion magic þurfti að rístarta tölvunni til að henda út þessu partioni, og ég fylgdist með á meðan, það hennti út partioninu og rístartaði svo aftur. EN!! þegar tölvan var að boota aftur fór hún bara beint inní Win 98 ?? ég varð sona frekar hissa og restartaði tölvunni, en BAMMM! aftur bara inní 98 og ekkert OS menu!! :p ég fór inní win98 og oppnaði Boot.ini og þar stóð þetta:
[boot loader]
timeout=30
default=C:\
[operating systems]
C:\=“Microsoft Windows”
EKKERT MEIRA!!! einhvernvegin hafði þurkast út línan fyrir Win 2k ;(
hér kemur að vandamálinu! ég er með 3 HD, 2 diska á ATA1 og ATA2 og svo ein í RAID í ATA3, uppsetningin er sona.. to be exact:
ATA1
Primary Master: Quantum Fireball 6.4GB (diskurinn með Win98 og Boot.ini)
Primary Slave: Mitsumi 4x4x24 skrifari
ATA2
Secondary Master: Maxtor 80GB
Secondary Slave: tómt
ATA3 (RAID)
Primary Master: Maxtor 160GB (diskurinn með Win2k)
Primary Slave: tómt
ATA4
Secondary Master: tómt
Secondary Slave: tómt
Það sem mig vantar að vita er strengurinn sem ég að að setja inní boot.ini til að það finni win 2k
multi(0)disk(0)rdisk(0)partition(1)\WINNT=“Microsoft Windows 2000 Professional” /fastdetect
hann lítur einhvernvegin sona út, en það á einhver staðar að vera eitthvað annað númer í svigunum (sem ég veit ekki hvað er) Win 2k er btw á Primary partion á disknum (ef það breitir einhverju)
nú vantar mig einhvern snilling til að segja mér hvað á að standa þarna!! plzzzz hjálpið mér!
(þið mættuð líka alveg bara paste-a það sem stendur í ykkar boot.ini fælum og skrifa með á hvaða drifi þið eruð með windown 2k eða xp)
með fyrir fram þökkum
-Gunnar ;)