Sælir.
Ég er að keyra gamlan AST server heima,
Hann er 200 megarið og með 192MB í minni.
Ég er með fasta IP tölu og er að keyra eftirfarandi án nokkura vandkvæða.
Windows.Net server 2003 stýrikerfi
Internet Information service 6.0
Ftp server
Hotline server
Er að vista minn eigin vef og routa tölvupósti til 5 notenda.
Serverinn er tengdur við netið í gegnu SMC router og 1,5MB ADSL link.
Uppitíminn er kominn í 1 mánuð og hann hikstar ekki.
Þú ættir ekki að vera í neinum vandræðum með 633MHZ, það eina sem þú þarft að spá í er að vera með góða lágværa viftu og lágværan disk þar sem serverar eru í gangi allan sólahringinn er ekkert gaman að þurfa að hlusta á stöðugt suð.
Endilega sendu mér línu ef þú hefur einhverjar spurningar, þetta er voða gaman að vera með sinn eigin server og geta gert það sem mann langar til.
Með bestu kveðju
AHAEpson