Ég vildi bara deila með ykkur reynslu minni síðustu daga. Ég byrjaði að lenda í því að tölvan fór að frjósa fyrir nokkrum dögum.
Fyrst gerðist þetta sjaldan en svo fór þetta að gerast oftar og oftar. Ég gat startað tölvunni upp en ef var með mikið í gangi - marga Internet Explorer glugga í gangi þá vildi vélin frjósa.
Fyrr í dag þá mátti ég ekki einusinni opna 2 messenger glugga þá fraus vélin og rauðir pixlar birtust í láréttri röð yfir skjáinn. Ég var viss um að þetta væri skjákortið (Gforce 2 MX400) að koksa. Vandamálið lýsti sér þannig að ef ég hreyfði sliderinn t.d. á IE þá fraus vélin. Ef ég hreyfði til glugga þá fraus vélin. Ef ég fór á sumar vefsíður (t.d. mbl.is fraus þegar flash dótið var að hlaðast inn) þá fraus vélin. Allskonar svona skrítnir hlutir. Ef ég kveikti á vélinni og gerði ekki neitt - þá var þetta ókei - ég gat kannski opnað notepad og skrifað en það var það eina.
Svo var tölvan alveg orðin ónothæf með öllu í kvöld. Þá prófaði ég að fara í Safe Mode til að skoða hvort ég gæti lækkað upplausnina einhvernveginn því ég hélt að þetta myndi lagast ef ég myndi minnka álagið á skjákortið og þá kom í ljós að kortið virkaði fínt þar, þ.e. tölvan fraus ekki - sama hvað ég gerði. Eftir smá pælingar ákvað ég að henda út NVIDIA reklunum og viti menn - tölvan er eins og ný. Ég er ekki með nview eða transparency draslið eða neitt af því krappi sem installast með detonator reklarnir en það er í góðu lagi. Veit ekki með leikina enn en þeir skipta minna máli. Ég held meirasegja að gluggavinnslan sé aðeins hraðari án Detonator reklanna.
Svo fór ég að spá - hvað var ég að setja upp á tölvunni minni um daginn? Jú, Directx 9. Getur verið að nýjustu Detonator driverarnir séu ekki samhæfðir directx9?
Annars á maður aldrei að treysta x.0 versioni af einhverju frá Microsoft.
Stutt lýsing á vélinni minni:
XP Professional (ekki með SP1)
AMD Athlon XP 1500
Geforce 2 MX400
AMD Kudoz 7 móðurborð
Var með Detonator 41.09